Margrét Pétursdóttir kosin formaður NRF
12.09.2017
Á ársþingi NRF Norræna endurskoðendasambandinu sem haldið var í Þrándheimi í ágúst síðast liðinn var Margrét kosin formaður sambandsins. Margrét tók við keflinu af Trond-Morten Lindberg frá Noregi. Formennska í NRF færist á milli Norðurlandanna í ákveðinni röð og skipt er um formann á tveggja ára fresti. Sitjandi formaður í viðkomandi landi verður því formaður þegar röðin kemur á því landi. Ef skipt er um formann hjá viðkomandi landi á þessu tveggja ára tímabili þá færist formennskan í NRF til nýja formannsins.