Meistaramót FLE í golfi

Ágæti FLE – golffélagi

Nú er búið að tímasetja og staðsetja meistaramót FLE í golfi 2017. Mótið fer fram í þrítugasta og sjötta sinn föstudaginn 8. september 2017 á Leirdalsvelli í Kópavogi og Garðabæ. Við höfum tryggt rástíma frá kl. 9:00.

Leikfyrirkomulagi mótsins hefur verið breytt, en keppt verður í einum flokki í punktakeppni þar sem þátttakendur fá að hámarki í forgjöf 24 (karlar) og 28 (konur). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir fæst högg án forgjafar. Aðalverðlaun mótsins verða eins og áður til þess keppanda sem leikur á fæstum höggum að teknu tilliti til forgjafar og mun sá teljast Golfmeistari FLE árið 2017 sem hlýtur að launum farandbikar.

Kylfingar í stéttinni eru hvattir til að taka þátt, en þátttökutilkynningar skulu berist til Auðuns, agudjonsson@kpmg.is sem fyrst og eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 7. september (nafn, kennitala og grunnforgjöf). Þess ber að geta að FLE stendur síðdegis þennan sama dag fyrir viðburðinum „Gleðistund FLE“. Við ætlum að tilkynna úrslit og veita verðlaunin þar.

Bestu kveðjur,
Auðunn Guðjónsson, agudjonsson@kpmg.is
sími 899-5487