Ný lög um gervigreind
31.08.2024
Gervigreind kemur án vafa til með að hafa mikil áhrif á störf endurskoðenda á næstu árum. Regluverk tengt gervigreind skiptir okkur því máli. Því er vert að benda á nýbirta reglugerð (ESB) 2024/1689 Evrópuþingsins og ráðsins frá 13. júní 2024 um samræmdar reglur um gervigreind og breytingar á ýmsum reglugerðum og tilskipunum (gervigreindarlögin) sem tekur gildi í Evrópusambandsríkjunum frá og með 2. ágúst 2026. Í svari frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu við fyrirspurn FLE kemur fram að reglugerðin sé í rýni hjá EFTA EES ríkjunum á vettvangi EFTA samstarfsins vegna mögulegrar upptöku gerðarinnar í EES samninginn en að ákvörðun um það liggi þó ekki fyrir. Hægt er að fylgjast með framvindu þess ferlis hér.