Ný prófnefnd skipuð, dagsetning löggildingarprófa liggur fyrir
14.06.2017
Endurskoðendaráð hefur skipað nýja prófnefnd sem sér um að semja, leggja fyrir og vinna úr prófum til löggildingar endurskoðenda. Nefndin er skipuð til fjögurra ára. Nýr formaður er Jón Arnar Baldurs sem leysir af hólmi Árna Tómasson sem sinnt hefur þessu starfi af kostgæfni undanfarin ár. Aðrir í nefndinni eru þau Unnar Friðrik Pálsson og Sigrún Guðmundsdóttir sem hefur setið í nefndinni síðustu ár.
Jón Arnar fékk löggildingu árið 2000 og rekur eigið endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki, Ró ehf. Jón Arnar var verkefnastjóri hjá Alþjóða reikningsskilaráðinu um árabil. Hann var stundakennari við HR og er formaður í Reikningsskilanefnd FLE.
Fyrsta verk nýrrar prófnefndar er að skipuleggja löggildingarprófin sem fara fram 9. og 11. október nk.