Ný stjórn tekin við hjá FLE
02.11.2015
Á aðalfundi félagsins föstudaginn 30. október var kjörin ný stjórn FLE. Hana skipa Margrét Pétursdóttir, formaður, H. Ágúst Jóhannesson, varaformaður, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Guðni Þór Gunnarsson meðstjórnendur.
Þá var þremur félagsmönnum veitt gullmerki FLE fyrir störf í þágu félagsins, þeim Þóri Ólafssyni, Sigurði Páli Haukssyni og Ólafi B. Kristinssyni. Að endingu tilkynnti formaður ætlun félagsins að gefa Landspítala Háskólasjúkrahúsi, gjöf til tækjakaupa, allt að einni milljón í tilefni af 80 ára afmæli félagsins, en félagið var stofnað 1935.
Gullmerkishafar ásamt fráfarandi formanni félagsins Sturlu Jónssyni
Nýr formaður félagsins Margrét Pétursdóttir