Nýir löggiltir endurskoðendur 2024

Frá vinstri: Arnar Leó Guðnason (KPMG), Marteinn Gauti Kárason (KPMG), Halla Björk Ásgeirsdóttir (KP…
Frá vinstri: Arnar Leó Guðnason (KPMG), Marteinn Gauti Kárason (KPMG), Halla Björk Ásgeirsdóttir (KPMG), Sigríður Ósk Ingimundardóttir (Deloitte), Arnór Kristinn Hlynsson (Deloitte), Helga Ásdís Jónasdóttir (Deloitte), Sigurður Þór Kjartansson (ODT) og Björn Axel Guðjónsson (KPMG).

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift í gær, 5. desember. Þetta eru fimm karlar og þrjár konur og koma þau frá þremur endurskoðunarfyrirtækjum. Frá Deloitte koma þau Arnór Kristinn Hlynsson, Helga Ásdís Jónasdóttir og Sigríður Ósk Ingimundardóttir. Frá KPMG koma þau Arnar Leó Guðnason, Björn Axel Guðjónsson, Halla Björk Ásgeirsdóttir og Marteinn Gauti Kárason og frá ODT kemur Sigurður Þór Kjartansson.

Endurskoðendaráð veitir löggildinguna en við á skrifstofu FLE fengum að vera við útskriftina, samgleðjast fólkinu og færðum því blómvendi fyrir hönd félagsins.

FLE óskar nýju endurskoðendunum til hamingju með áfangann og hvetur þá til að ganga í félagið.