Samstarf við HR um símenntun
22.01.2013
Samstarf við Háskólann í Reykjavík um símenntun
FLE hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um framhalds- og símenntun félagsmanna. Samningurinn var undirritaður 21. janúar og mun HR opna námskeið á meistarastigi tengd reikningsskilum og endurskoðun fyrir félagsmönnum FLE. Hér má nálgast frétt um málið á vef HR.
Skilyrði fyrir skráningu í námskeið eru:
- Eingöngu félagsmenn FLE fá aðgang að námskeiðunum
- Þátttakendur verða að hafa lokið prófi sem endurskoðendur t.d. cand oecon, master eða MSc
- Félagsmenn taka ekki próf í námskeiðinu, fá ekki ECTS einingar en fá skriflega viðurkenningu fyrir þátttöku
- Félagsmenn fá aðgang að öllum kennslugögnum, glærum o.s.frv. á vef HR með eigin notendanafni
- Kostnaður vegna kennslubóka er fyrir utan námskeiðsgjald.
- Mætingarskylda er á námskeiðin
- Námskeiðsgjald verður að vera greitt áður en námskeið hefst
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum vef símenntunar Opna háskólans í HR