Samstarf við reikningsskilaráð
20.01.2025
Reikningsskilaráð var nýlega endurskipað til næstu fjögurra ára. Samkvæmt lögum um ársreikninga getur reikningsskilaráð verið stjórnvöldum til ráðuneytis um ákvæði sem sett eru í lögum eða reglugerðum um reikningsskil og er tekið fram í lögunum að ráðið skuli starfa í nánu samráði við FLE. Í síðustu viku hittust fulltrúar reikningsskilaráðs og reikningsskilanefndar FLE. Á fundinum var ákveðið að stofna sameiginlegan vinnuhóp reikningsskilaráðs og FLE sem hafi það hlutverk að rýna lög um ársreikninga og koma tillögum til úrbóta á lögunum áleiðis til stjórnvalda.