Skattadagur FLE 2025

Árlegur skattadagur FLE var haldinn í síðustu viku. Hann var vel sóttur en alls voru það rétt rúmlega tvö hundruð manns sem mættu á Grand hótel eða voru í streymi.

 

Kristrún Helga Ingólfsdóttir, formaður FLE setti ráðstefnuna.

Vala Valtýsdóttir, lögmaður Lögfræðistofu Reykjavíkur, fór yfir áhugaverða úrskurði og dóma.

Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri, fór yfir stöðu mála hjá embættinu, helstu breytingar og fleira.

Steingrímur Sigfússon, endurskoðandi hjá KPMG, fjallaði um skattstofn félaga.

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC, fór yfir nýjustu skattalagabreytingarnar.

Ráðstefnustjóri var Haukur Páll Guðmundsson, endurskoðandi hjá Deloitte.

 

Streymið verður aðgengilegt næstu vikurnar og geta þeir sem ekki komust en vilja kaupa aðgang sent póst á fle@fle.is og fá þá sendan streymishlekk. Glærur fyrirlesara frá skattadeginum má nálgast hér.