Svo flottur hópur
18.01.2019
Þann 16. janúar, voru tíu einstaklingar sem fengu löggildingu sem endurskoðendur í útskriftarboði sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hélt þeim til handa.
Þau eru hér að neðan með Þórdísi Kolbrúnu ráðherra sem afhenti skírteinin. Hún er lengst til vinstri en síðan koma þau: Birta Mogensen, Agnar Páll Ingólfsson, Hörður Freyr Valbjörnsson, Alda Björk Óskarsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Svavar Stefánsson, Kristján Daðason, Berglind Klara Daníelsdóttir og Mikael Símonarson. Á myndina vantar Gísla Pál Baldvinsson.