Útskrift - nýir löggiltir endurskoðendur
20.12.2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útskrifar löggilta endurskoðendur í desember. Miðvikudaginn 18. fengu 10 nýir endurskoðendur afhent löggildingarskírteini í athöfn sem ráðuneytið stóð fyrir. Á myndinni hér til hliðar sést að þeir eru afskaplega ánægðir með að ná þessum áfanga. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast á þessu ári og í síðasta skipti sem það er á hendi ráðuneytisins að annast útskriftina. Venjulega hafa prófin verið í október og útskrift í janúar, en útskriftinni var flýtt að þessu sinni vegna nýrra laga sem taka gildi um áramót. FLE óskar þeim öllum til hamingju og væntir þess að þeir taki virkan þátt í starfsemi félagsins um ókomna tíð.