Valdimar hlýtur rannsóknarverðlaun Háskólans í Reykjavík
Sem kunnugt er gerði námsstyrkja- og rannsóknasjóður FLE síðastliðið vor samning við Valdimar Sigurðsson, doktor í markaðsfræðum og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Markmiðið með rannsókn Valdimars er þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða hvernig laða megi að ungt fólk til endurskoðunarstarfa, hvernig best sé að halda í hæfileikaríkt fagfólk í stéttinni og loks hvernig við kynnum störf endurskoðenda fyrir almenningi og stuðlum að jákvæðri ímynd starfsins og félagsins. Félagið mun í framhaldinu nýta sér niðurstöður rannsóknarinnar í áframhaldandi vinnu við mörkun og markaðssetningu á stéttinni.
Rannsókninni miðar vel og hefur Valdimar ásamt Kristínu Erlu, sem er aðstoðarmaður í rannsóknum við HR, þegar tekið viðtöl við fjölda félagsmanna og nemendur í háskólum ásamt því að leggja fyrir spurningalista. Þá var haustráðstefna FLE að stórum hluta tileinkuð þessu viðfangsefni. Rannsókninni mun ljúka með skýrslu þar sem helstu niðurstöður verða kynntar.
Það er gaman að segja frá því að nú í desember hlaut Valdimar rannsóknarverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2024 (e. 2024 RU research award). Við óskum Valdimari innilega til hamingju með verðlaunin.
Hér má lesa nánar um rannsókn Valdimars fyrir FLE.