Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil og álitsgerðir

Reikningsskilanefnd FLE leggur til drög að leiðbeinandi reglum um ýmis svið reikningsskila, auk álitsgerða, sem nefndin hefur sent frá sér frá árinu 1990, verði felld niður og tekin af heimsíðu félag Reikningsskilanefnd FLE hefur frá árinu 1990 sent frá sér drög að leiðbeinandi reglum um ýmis svið reikningsskila, auk álitsgerða.  Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglurnar og álitsgerðirnar voru birtar hafa átt sér stað miklar breytingar á reglum um reikningsskil, svo sem í nýjum lögum um bókhald og ársreikninga og á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Settar innlendar reikningsskilareglur og/eða alþjóðlegir reikningsskilastaðlar ná nú að mestu til þeirra efnisatriða sem Reikningskilanefnd FLE fjallaði um og sendi frá sér sem álit eða sem drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil.  Nefndarmenn telja að ekki sé lengur þörf á slíkum leiðbeinandi reglum eða álitsgerðum og leggja því til að höfðu samráði við stjórn félagsins að þær verði felldar niður og teknar af heimsíðu félagsins. Um er að ræða eftirfarandi reglur og álitsgerðir:   Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 1:       Gerð reikningsskila við verðbólguaðstæður Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 2:       Um fjármagnsstreymi og sjóðstreymi Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 3:       Um meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka og leigusala Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 4:       Um bókun fjárfestinga í skuldabréfum og hlutabréfum  Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 5:       Um meðhöndlun óreglulegra liða, leiðréttinga vegna fyrri ára og reglubreytinga  Drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil nr. 6:       Um færslu tekjuskatts í reikningsskil Álitsgerð Reikningskilanefndar FLE nr. 1:  Eftirlaunaskuldbindingar Um bókun hlutabréfa hjá verðbréfasjóðum Um bókun kvóta í reikningsskilum Gengismál Álitsgerð um mat á varanlegum rekstrarfjármunum í ársreikningum félaga Mat á verðmæti hlutabréfa í uppgjörum hlutabréfasjóða og fjárfestingafélaga Bókun á eignarhlutum í dóttufélögum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Umfjöllun um málefni tengd reikningskilum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja Lög og reglur um reikningsskil