Félag löggiltra endurskoðenda auglýsir stöðu framkvæmdastjóra
Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) auglýsir stöðu framkvæmdastjóra félagsins lausa til umsóknar. Leitað er að löggiltum endurskoðanda með framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni til að vera í forsvari fyrir félagið.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og fjármálum félagsins. Viðkomandi mun sjá um erlent samstarf og mæta á fundi erlendis fyrir hönd félagsins. Hann vinnur náið með fagnefndum félagsins og er þeim til stuðnings.
Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf í ársbyrjun 2024.
Helstu verkefni
- Ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og fjárreiðum þess
- Mótar starf félagsins og áherslur þess í samráði við stjórn hverju sinni
- Annast samskipti við systurfélög, alþjóðleg samtök endurskoðenda, opinbera aðila og fjölmiðla
- Samskipti við nefndir og hagsmunaaðila félagsins
- Stýra endurmenntunarstarfi og annast fagleg málefni félagsins
- Yfirumsjón og ábyrgð á viðburðum félagsins
- Sinna fyrirspurnum og þjónustu við félagsmenn sem og kynningu á störfum stéttarinnar
- Önnur verkefni
Hæfniskröfur
- Löggilding í endurskoðun
- Staðgóð þekking og reynsla sem starfandi endurskoðandi
- Farsæl stjórnunarreynsla
- Þekking og reynsla af starfi innan FLE
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Leiðtogafærni, frumkvæði og hæfni til að fá fólk til liðs við sig
- Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Geta til að koma fram fyrir hönd félagsins í ræðu og riti hérlendis og erlendis
Umsóknir óskast fylltar út hjá Hagvangi, https://jobs.50skills.com/hagvangur/is/21018
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2023.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur um hæfi til að gegna umræddu starfi.
Upplýsingar um starfið veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, thordis@hagvangur.is
Félag löggiltra endurskoðenda, skammstafað FLE, var stofnað 16. júlí 1935 í Reykjavík. FLE var frá upphafi ætlað það hlutverk að efla samstarf um hagsmuni stéttarinnar. Félagið vinnur að framfaramálum á starfssviði endurskoðenda og er vettvangur skoðanaskipta um fagleg málefni stéttarinnar.