Félagi í FLE að gera góða hluti
Anna Sif Jónsdóttir, er Reykvíkingur ársins 2017. Anna Sif, sem er löggiltur endurskoðandi ólst upp í Seljahverfi og hefur búið í neðra Breiðholti síðan 2003. Hún fékk löggildingu árið 2006 og hefur verið í félagi löggiltra endurskoðenda frá þeim tíma. Eins og venja er til þá tilkynnir borgarstjóri um útnefninguna þegar Elliðaárnar opna. Anna Sif veiddi fyrsta laxinn, en hefð hefur skapast fyrir því að Reykvíkingur ársins renni fyrir fyrsta laxinum í Elliðaánum.
Hún hefur á undanförnum árum verið leiðandi í foreldrastarfi í Breiðholtsskóla og samstarfi milli foreldrafélaga allra grunnskóla í Breiðholtinu. Meðal verkefna sem unnið hefur verið ötullega að eru Fjölmenningarhátíð í neðra Breiðholti og Vorhátíð Breiðholtsskóla sem báðar eru orðnar ómissandi liður í menningu hverfisins.
Það er alltaf ánægjulegt að sjá félagsmenn gera góða hluti bæði í innra starfi félagsins og á öðrum vettvangi. Félagið óskar Önnu Sif til hamingju með titilinn og er hún vel að honum komin. Sjá frétt á Vísi hér