FLE blaðið 2014 er komið út

Það er hefð fyrir því að FLE blaðið sé gefið út í upphafi árs. Efnistök blaðsins eru svipuð og áður þar sem blandað er saman efni sem tengist faginu ásamt efni tengt félagsstarfinu og félagsmönnum.

Eins og áður eru greinar frá formanni og framkvæmdastjóra félagsins.  Margar faggreinar eru í blaðinu, t.d. grein um skattalega meðferð framvirkra samninga, grein um alþjóðleg reikningsskil í olíu- og gasiðnaði, grein um breytingar á endurskoðunarskyldu lítilla og meðalstórra félaga,  grein um framkvæmd gæðaeftirlits og að lokum grein um bráðabirgðaákvæði í skattalögum. Í fyrra var grein þar sem fjallað var dráttarvexti á inneignir í virðisaukaskatti og er framhald af þeirri umfjöllun nú.   Þá er einnig grein frá ríkisendurskoðun sem fjallar um útvistun endurskoðunarverkefna og önnur frá ríkisskattstjóra þar sem hann fjallar um skil á skattframtölum, launamiðum og öðrum gögnum. Golfannállinn á sínum stað, þá er umfjöllun um nafna og nöfnur í stéttinni og annað léttmeti.

Hér má nálgast blaðið.