Framadagar í HR

Auður, Arnór, Halla og Lárus
Auður, Arnór, Halla og Lárus

FLE tók í fyrsta sinn þátt í framadögum sem haldnir voru í Háskólanum í Rvík. 13. febrúar.

Við fengum fjóra flotta einstaklinga til að standa vaktina fyrir okkur, þau Lárus Sindra Lárusson (PwC), Höllu Björk Ásgeirsdóttur (KPMG), Arnór Orra Jóhannsson (Enor) og Auði Söndru Árnadóttur (Deloitte).

Framadagar voru mjög vel sóttir og margt fólk sem kom að básnum okkar og vildi fræðast um það í hverju það felst að starfa við reikningsskil og endurskoðun.