Hlutu viðurkenningu fyrir námsárangur

Árleg viðurkenning Viðskiptafræðideildar HÍ og FLE fyrir frábæran námsárangur á meistaraprófi.

Föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn var þremur kandídötum úr meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun veitt viðurkenning Viðskiptafræðideildar HÍ og Félags löggiltra endurskoðenda fyrir frábæran námsárangur á meistaraprófi árið 2013. Þau sem stóðu sig svona vel voru:  Björn Óli Guðmundsson, Daníel Jón Guðjónsson og Ingibjörg Ester Ármannsdóttir. J. Sturla Jónsson formaður FLE og Ingjaldur Hannibalsson, forseti Viðskiptafræðideildar HÍ afhentu viðurkenningarnar. Því má bæta við að Björn Óli er einn af þeim sex sem nýlega stóðust próf til löggildingar í endurskoðun. 

Verðlaun fyrir námsárangur