Jólaball FLE
23.12.2024
Jólaball FLE var haldið laugardaginn 14. desember og tókst mjög vel. Jólasveinarnir, Bjúgnakrækir og Stekkjastaur, mættu á svæðið og gáfu sér góðan tíma til að dansa og spjalla við krakkana.
Eftir dansinn voru veitingar og ilmaði húsið af nýbökuðum vöfflum, smákökum og heitu súkkulaði.
Við vonumst til að sjá ennþá fleiri á næsta ári þegar við endurtökum leikinn.