Margir á leið í löggildingarpróf

Löggildingarpróf verða haldin í október. Líkt og undanfarin ár eru prófin tvö, annars vegar próf í endurskoðun og reikningsskilum en hins vegar próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum.

Það eru 35 einstaklingar skráðir í próf. Af þeim eru tólf að fara í bæði prófin en 23 í annað hvort þeirra. All margir þeirra prófmanna sem taka annað prófið núna hafa þegar klárað hitt prófið. Við óskum prófmönnum góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu eftir því að fá marga nýja löggilta endurskoðendur í félagið fyrir árslok.