Ný stjórn tekin við hjá FLE

Föstudaginn 1. nóvember var aðalfundur FLE haldinn á Grand hóteli en þar var meðal annarra aðalfundarstarfa kosið í nefndir og stjórn félagsins.

Föstudaginn 1. nóvember var aðalfundur FLE haldinn á Grand hóteli en þar var meðal annarra aðalfundarstarfa kosið í nefndir og stjórn félagsins. Mæting á aðalfundinn var með ágætum en rúmlega eitt hundrað félagsmenn höfðu tilkynnt um komu sína.  Þá gengu úr stjórn Sigurður Páll Hauksson fyrrverandi formaður, Friðbjörn Björnsson og Auður Þórisdóttir en í stað þeirra var (Jón) Sturla Jónsson kosinn formaður og einnig nýr varaformaður Margrét Pétursdóttir. Auk þeirra komu þau Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og Árni Valgarð Claessen inn í stjórn. Nefndaskipan hefur nú verið uppfærð á heimasíðunni fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér hana. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá aðalfundinum og fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

Sigurður B. Arnþórsson og Sturla Jónsson

Sigurður Páll Hauksson Sigurður B. Arnþórsson og Sturla Jónsson

Margret G. Flóvenz, Sigurður Páll Hauksson og Sigurður B. Arnþórsson

Nýr formaður Sturla Jónsson

Frá fyrsta fundi stjórnar 7. nóvember 2013