Sex nýir endurskoðendur í FLE
Endurskoðendaráð afhenti nýútskrifuðum endurskoðendum löggildingarskírteini sín þann 22. desember síðastliðinn við lágstemmda athöfn vegna samkomutakmarkana. Töluverðar breytingar hafa orðið á prófunum því núna eru tvö próf og geta menn valið um að taka annað þeirra eða bæði. Það voru sautján sem þreyttu prófið í endurskoðun og reikningsskilum og af þeim voru níu sem stóðust prófið. Þá voru tuttugu sem þreyttu prófið í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum og sjö manns stóðust það.
Af þeim sem fóru í bæði prófin voru það sex sem stóðust, þar af fjórar konur og hafa þau öll gerst félagsmenn. Við óskum nýjum löggiltum endurskoðendum til hamingju með áfangann og bjóðum velkomin í félagið, en þau eru:
Anna Kristín Kristinsdóttir, hjá EY
Hugrún Arna Vigfúsardóttir, hjá Deloitte
Kateryna Hlynsdóttir, hjá EY
Kristján Ari Sigurðsson, hjá EY
Stefán Jóhann Jónsson, hjá EY
Þórunn Mjöll Jónsdóttir, hjá PwC