Siðanefnd að undirbúa málþingið
19.02.2013
Siðanefnd vinnur nú að því að klára drög að bæklingi um útboð endurskoðunarþjónustu.
Siðanefnd vinnur nú að því að klára drög að bæklingi um útboð endurskoðunarþjónustu.
Þau Björg, Anna Þóra, Gunnar, Sigurður og Hlynur hafa frá því í haust unnið ötullega að því að gera bækling um útboð á endurskoðunarþjónustu ásamt leiðbeiningum. Markmiðið með þessari vinnu er að þeir aðilar sem óska eftir tilboðum í þessa vinnu geri sér grein fyrir hvað þarf að huga að og hvað á erindi inn í útboðslýsingu.
Þau munu gera grein fyrir þessum drögum á málþingi sem FLE gengst fyrir n.k. þriðjudag 26. febrúar á Grand hóteli.