Sigurhjörtur nýr forstjóri Mannvits
22.10.2014
Sigurhjörtur Sigfússon endurskoðandi ráðinn nýr forstjóri Mannvits.
Sigurhjörtur Sigfússon endurskoðandi ráðinn nýr
forstjóri Mannvits. Hjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann fékk löggildingu
árið 2003. Hjörtur starfaði fyrst hjá PwC en varð svo endurskoðandi hjá Íslenskri erfðagreiningu árin 2001-2007, en þá flutti
hann sig til Straums fjárfestingabanka og síðan yfir til Skipta árið 2008. Hann hóf störf hjá Mannviti árið 2012 sem
fjármálastjóri og tekur nú við starfi forstjóra fyrirtækisins af Eyjólfi Árna Rafnssyni.