Skil á ársreikningum og framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo
Nú þegar líður að hausti er ekki úr vegi að minna aftur á bréf frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum og stjórnvaldssektir, sjá nánar í frétt á heimasíðu okkar. Eins og þar kemur fram mun ársreikningaskrá að morgni þriðjudagsins 1. október taka út lista yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti mánudaginn 30. september og miða álagningu stjórnvaldssekta við þann dag.
Eins og kunnugt er þá hefur Creditinfo árum saman veitt viðurkenningu sem nefnist framúrskarandi fyrirtæki. Til að geta hlotið þá viðurkenningu þarf að uppfylla ýmis skilyrði, sjá nánar hér. Eitt skilyrðanna varðar skil á ársreikningum. Við á skrifstofunni höfðum samband við Creditinfo og fengum þær upplýsingar að Creditinfo muni miða við sömu skiladagsetningu og fram kemur að ofan. Því þurfa félög að hafa skilað ársreikningi til ársreikningaskrár fyrir miðnætti 30. september til að eiga möguleika á að komast á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.