Skil á framtölum aldrei verið betri
05.04.2017
Ríkisskattstjóri hefur upplýst að skil á skattframtölum einstaklinga hafi aldrei verið betri. Mega endurskoðendur vera ánægðir með útkomuna í ár, enda hafa þeir staðið sig vel í skilum.
Samkvæmt bréfi Ríkisskattstjóra um skil skattframtala lögaðila, þá ber að skila skattframtölum einstaklinga utan atvinnurekstrar fyrir 7. apríl og einstaklinga í atvinnurekstri fyrir 18. apríl 2017. Engir frekari frestir verða veittir að sögn Ríkisskattstjóra.