Skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2025

Á grundvelli samstarfs við Félag löggiltra endurskoðenda og Félag bókhaldsstofa hefur ríkisskattstjóri ákveðið að fagaðilar, þ.m.t. endurskoðendur og bókarar, fái heimildir til rýmri framtalsskila en almennt gildir. Um fresti vegna framtalsskila, tímafresti við skil á ársreikningum og fleira má lesa í bréfi ríkisskattstjóra sem nálgast má hér.