Styrkir - umsóknarfrestur er til 15. september
24.08.2017
FLE minnir á styrki frá Námsstyrkja- og rannsóknarsjóði félagsins sem auglýstir voru síðast liðið vor. Umsóknarfrestur er til 15. september.
Markmið sjóðsins er að
- Styrkja bóklega menntun endurskoðenda með því að veita ýmist styrki til einstaklinga sem stunda framhaldsnám í endurskoðun og reikningsskilum eða styrkja stofnanir sem standa fyrir slíku námi.
- Veita styrki til eflingar rannsókna á sviði reikningshalds og endurskoðunar í þeim tilgangi að efla faglega umræðu um efnið, viðhalda og auka faglega þekkingu endurskoðenda eða styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess.
Stjórn sjóðsins metur umsóknir og ákvarðar um úthlutun styrkja eigi síðar en 15. nóvember næst komandi. Nálgast má skipulagsskrá sjóðsins, úthlutunarreglur og umsóknarslóð hér.