Umsögn FLE um frumvarp til laga um endurskoðun
Frumvarp um lög um endurskoðun og endurskoðendurer komið í nefnd hjá Alþingi. FLE sendi inn athugasemdir í samráðsgáttina ásamt fleirum og rötuðu margar ábendingar inn í frumvarpið. Þegar kom að lögbundnu umsagnarferli þá fór Álitsnefnd FLE vel yfir málið og sendi inn umsögn um frumvarpið. Meðal þess sem nefndin fjallar um er skilgreining á "góðri endurskoðunarvenju", starfsheitið löggiltur endurskoðandi, þýðing endurskoðunarstaðla og eftirlit með endurskoðendum. Hægt er að sjá allar umsagnir um frumvarpið hér. Ferli málsins núna er í höndum nefndarformanns, en hann getur kallað til ýmsa aðila á fund nefndarinnar t.d. vinnuhóp FLE um málið. Starfsmenn ANR fara yfir umsagnir og gera minnisblað sem þeir senda nefndarformanni. Svo fer þetta sína leið í gegnum þingið.