Virðisaukaskattur í viðskiptum milli landa
19. mars kl. 09:00-11:00
Rafrænir viðburðir
FLE
Teams námskeið verður haldið miðvikudaginn 19. mars 2025 á milli kl. 9-11. Námskeiðið verður tekið upp og hægt að horfa á upptökuna eftir að því lýkur, en til þess þarf að skrá sig.
Á námskeiðinu mun Páll Jóhannesson, skattalögfræðingur og einn af eigendum BBA//Fjeldco, fjalla um virðisaukaskatt í alþjóðaviðskiptum. Sérstök áhersla er á þær lagabreytingar sem orðið hafa á síðustu árum og áhrif þeirra. Athygli er vakin á því hvaða álitaefni kunna enn að vera fyrir hendi og hvernig skattframkvæmd hefur þróast.
Námskeiðið gefur 2 einingar í flokknum skattur- og félagaréttur.
Verðið er 16.000 fyrir félagsmenn FLE og starfsmenn endurskoðunarstofa en 20.000 fyrir aðra.
Sjá nánar hér.