27.03.2024
Þann 25. mars sendi álitsnefnd FLE umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga sem varðar stærðarmörk félaga og endurskoðun ársreikninga.
Lesa meira
27.03.2024
Eins og félagsmenn margir vita er nýliðun í stétt endurskoðenda alltof lítil og brýnt að fá fleira fólk til starfa á endurskoðunarstofum, hvort sem það stefnir á löggildingu eða ekki. Sú áskorun sem stéttin stendur frammi fyrir er ekki bundin við Ísland heldur er nýliðun og skortur á fólki til starfa á endurskoðunarstofum alþjóðlegt vandamál. Bæði á Norðurlöndunum og hjá alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC) er í gangi vinna sem miðar af því að laða að fleira fólk í stéttina.
Lesa meira
26.03.2024
Endurskoðendaráð skipaði í upphafi þessa árs prófnefnd til næstu fjögurra ára en skipunartími eldri prófnefndar rann út í lok síðasta árs. Í prófnefndinni sitja Jón Arnar Baldurs, sem er formaður prófnefndar, Margret G. Flóvenz og Helgi Einar Karlsson.
Lesa meira
26.03.2024
Eins og fram kom í tölvupósti til félagsmanna FLE þann 19. mars þá áritaði ríkisendurskoðandi þann 26. febrúar síðastliðinn ársreikning Íslandspósts ohf. fyrir árið 2023 með endurskoðunaráritun: „Áritun Ríkisendurskoðunar“. Fram kemur í áritun ríkisendurskoðanda að endurskoðað hafi verið í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.
Lesa meira
12.03.2024
FKE var stofnað þann 23. nóvember 2004 og verður því 20 ára næsta vetur. Stjórn félagsins hefur hafið undirbúning að afmælisviðburði fyrir konurnar í félaginu og stefnan er að fara eina nótt á Hótel Geysir í Haukadal.
Lesa meira
23.02.2024
Með lögum nr. 6/2024 sem samþykkt voru í lok janúar voru gerðar breytingar á lögum um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 og lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Lagabreytingarnar hafa þegar tekið gildi. Við stilltum upp yfirliti yfir lagabreytingarnar. Hér að neðan er samantekt á helstu breytingum.
Lesa meira
19.02.2024
Í nóvember síðastliðnum birti ársreikningaskrá áhersluatriði í eftirliti vegna ársreikninga 2023. Áhersluatriðin taka mið af atriðum sem upp hafa komið við eftirlit með reikningsskilum á síðustu árum auk nýlegra breytinga á lögum, reglugerðum og reikningsskilareglum. Að þessu sinni leggur ársreikningaskrá áherslu á eftirfarandi atriði í reikningsskilum félaga;
Lesa meira
14.02.2024
Nú í vikunni tók Sæmundur Valdimarsson við af Unnari Friðriki Pálssyni sem fulltrúi FLE í reikningsskilaráði. Sæmundur varð löggiltur endurskoðandi árið 1992. Hann er einn af eigendum KPMG ehf. þar sem hann hefur starfað frá árinu 1988.
Lesa meira
07.02.2024
Fyrsta fréttabréf FLE er komið út á rafrænu formi og hefur verið sent í tölvupósti til allra félagsmanna.
Lesa meira
02.02.2024
Í gær sendi ríkisskattstjóri félaginu bréf um skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2024
Lesa meira