14.11.2024
Halldór Ingi Pálsson og Silja Ísberg frá ársreikningaskrá mættu til okkar hjá FLE og héldu námskeið um helstu ástæður þess að ársreikningar uppfylla ekki skilyrði ársreikningalaga. Námskeiðið var afar vel sótt en þátttakendur voru rúmlega 220 talsins.
Lesa meira
15.10.2024
Unnar Friðrik, framkvæmdastjóri FLE, hljóp í skarðið fyrir kennara í námskeiðinu Gerð og greining ársreikninga í Háskólanum í Rvík. í gær. Að sjálfsögðu var tækifærið nýtt til að segja frá störfum endurskoðenda og hversu skemmtilegt, fjölbreytt og áhugaverð þau eru.
Lesa meira
03.09.2024
Evrópusamband endurskoðenda (Accountancy Europe) gefur reglulega út ýmis konar fréttabréf. Eitt þeirra nefnist audit policy update. Í því nýjasta kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars að finna ábendingar sambandsins við fyrirhugaðan endurbættan staðal IAASB um ábyrgð endurskoðanda í tengslum við sviksemi þegar kemur að endurskoðun ársreikninga: ISA 240 (revised).
Lesa meira
31.08.2024
Gervigreind kemur án vafa til með að hafa mikil áhrif á störf endurskoðenda á næstu árum. Regluverk tengt gervigreind skiptir okkur því máli.
Lesa meira
31.08.2024
IFRS 16 Leigusamningar tók gildi í upphafi árs 2019. Við innleiðingu staðalsins komu upp ýmis erfið úrlausnarefni og það sem virtist einfalt við fyrstu sýn reyndist ansi snúið þegar á reyndi. Má þar nefna atriði eins og ákvörðun leigutíma og mat á afvöxtunarstuðli við núvirðingu leiguskulda.
Lesa meira
30.08.2024
Löggildingarpróf verða haldin í október. Líkt og undanfarin ár eru prófin tvö, annars vegar próf í endurskoðun og reikningsskilum en hins vegar próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum.
Lesa meira
30.08.2024
Nú þegar líður að hausti er ekki úr vegi að minna aftur á bréf frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum og stjórnvaldssektir, sjá nánar í frétt á heimasíðu okkar. Eins og þar kemur fram mun ársreikningaskrá að morgni þriðjudagsins 1. október taka út lista yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti mánudaginn 30. september og miða álagningu stjórnvaldssekta við þann dag.
Lesa meira
30.08.2024
Þann 29. ágúst gaf Alþjóða staðlaráðið (e. International Auditing and Assurance Standards Board, IASSB) út 2023 – 2024 útgáfu handbókar sinnar. Hér er hægt að nálgast pdf. útgáfu handbókarinnar án endurgjalds. Handbókin er nú í fyrsta sinn í fjórum bindum til að auðvelda lesendum að finna það sem leitað er að. Bókin inniheldur m.a. alla alþjóðlegu endurskoðunarstaðlana, þar á meðal nýlegan staðal um endurskoðun einfaldari fyrirtæka og staðla sem lúta að gæðamálum, staðfestingarverkefnum og mörgu öðru.
Lesa meira
23.08.2024
Tilskipun um sjálfbærnireikningsskil (e. the Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD) tók gildi í Evrópusambandinu í upphafi árs 2024. Tilskipunin mun verða innleidd á Íslandi og stendur innleiðingarvinnan yfir en það er þó ekki ljóst á þessari stundu hvenær þeirri vinnu lýkur og tilskipunin öðlast lagagildi hér á landi.
Lesa meira
21.08.2024
Ársfundur Norræna endurskoðendasambandins (NRF) var haldinn í Stavanger í Noregi um miðjan ágúst. Unnar Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri og Kristrún Ingólfsdóttir, formaður sóttu fundinn fyrir hönd FLE auk Margrétar Pétursdóttur stjórnarmanns í Alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC). Félag löggiltra endurskoðenda er meðlimur í bæði IFAC og Evrópusamtökum endurskoðenda (Accountancy Europe).
Lesa meira