14.08.2024
FLE stóð fyrir golfkennslu síðasta laugardag. Snorri Páll Ólafsson, PGA golfkennari, sá um kennsluna en honum til aðstoðar var Haraldur Franklín. Margir þátttakendur gátu svo gefið sér tíma til að setjast niður með okkur í klúbbhúsinu í kaffispjall eftir kennsluna. Veðrið lék við okkur og það var ekki annað að heyra en félagsmenn væru mjög ánægðir með kennsluna. Þátttaka var góð og sem betur fer komust allir að sem skráðu sig til leiks.
Lesa meira
12.07.2024
Nýlega birtist viðtal við Margréti Pétursdóttur á heimasíðu Alþjóða endurskoðunarsambandsins (IFAC). Viðtalið er hluti af svokallaðri „Changemakers Series“ hjá IFAC sem tekur mánaðarlega viðtöl við konur til að vekja athygli á kvenleiðtogum í endurskoðendastéttinni. Viðtalið við Margréti var birt í júní sem er „Pride“ mánuður í Ameríku þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.
Lesa meira
12.07.2024
Evrópusamband endurskoðenda (Accountancy Europe) hefur tekið saman mjög áhugaverða umfjöllun um áhrif tæknibreytinga og tilkomu gervigreindar á störf endurskoðenda á síðustu misserum og árum sem og líklega framtíðarþróun.
Lesa meira
12.07.2024
Góð samskipti tóku saman lista yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel í því vandasama hlutverki að vera stjórnandi en einnig til að gefa vísbendingu um hverjir gætu átt eftir að taka við æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum á næstu árum.
Lesa meira
08.07.2024
Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa birtist laugardaginn 6. júlí en þar kemur fram að prófið í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum verður 14. október og próf í endurskoðun og reikningsskilum verður dagana 7. og 10. október. Sjá nánar í auglýsingunni hér til hliðar.
Lesa meira
24.06.2024
Þann 13. júní barst félaginu tölvupóstur frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum vegna ársins 2023 og álagningu stjórnvaldssekta vegna seinna skila og var pósturinn áframsendur á félagsmenn sama dag.
Lesa meira
13.06.2024
Halldór Ingi Pálsson, sérfræðingur hjá Ársreikningaskrá, hélt erindi þann 12. júní sl þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu auk þess sem hann sagði frá hvernig eftirliti er háttað hér á landi og fjallaði lauslega um væntanlegt eftirlit með sjálfbærniskýrslum.
Lesa meira
10.05.2024
FLE langar að leggja sitt af mörkum og fá ykkur og jafnvel fleiri starfsmenn á ykkar vinnustöðum með okkur í smá ævintýri í Reykjadal þann 16. maí nk.
Lesa meira
08.05.2024
Á dögunum samþykkti námsstyrkja- og rannsóknasjóður FLE umsókn frá Valdimari Sigurðssyni sem er doktor í markaðsfræðum og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Eitt að markmiðum sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess.
Lesa meira
27.03.2024
Markmið námsstyrkja- og rannsóknarsjóðs FLE er að styrkja bóklega menntun endurskoðenda með því að veita ýmist styrki til einstaklinga sem stunda framhaldsnám í endurskoðun og reikningsskilum eða með því að styrkja stofnanir sem standa fyrir slíku námi.
Lesa meira